Fara beint í efnið
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Við auglýsum eftir liðsauka í gerð stuðningsefnis fyrir greinasvið aðalnámskrár grunnskóla

22. ágúst 2024

Um tímabundið og afmarkað verkefni er að ræða sem varað gæti í um átta vikur, september-október 2024. Að þessu sinni leitum við að liðsauka í gerð stuðningsefnis fyrir námsgreinarnar íslensku, náttúrugreinar og erlend tungumál (dönsku og ensku). Verkefnahópar verða settir saman um hverja námsgrein.

aðalnámskrá grunnskóla

Við leitum að fólki sem hefur góða þekkingu á aðalnámskrá grunnskóla, brennur fyrir hæfnimiðuðu námi og kennslu, hefur mjög góða innsýn í skipulagningu náms og kennslu einhverra þeirra námsgreina sem um ræðir, starfar innan skólasamfélagsins, hefur þekkingu og kennslureynslu á yngsta stigi, miðstigi og/eða unglingastigi grunnskólans, með framúrskarandi samskiptahæfni og á gott með að vinna í hópi.

Verkefnið er án staðsetningar og hvetjum við fólk alls staðar af að landinu til að óska eftir þátttöku. Leitast verður við að velja í verkefnahópa fólk með sem breiðasta þekkingu, reynslu og aðkomu að viðkomandi námsgrein.

Greitt er fyrir verkefnið samkvæmt taxta Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Umsækjendur fylli vinsamlegast út form í tengli hér.

Umsóknum er hægt að skila inn til miðnættis miðvikudaginn 28. ágúst.

Fyrirspurnir vegna verkefnisins sendist á audurb@midstodmenntunar.is

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280