Fara beint í efnið
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Vel heppnuð námskeið um Samræðufélaga

3. febrúar 2025

Vikuna 27.-31. janúar voru haldin tvö námskeið um kennsluaðferðina og námsefnið Samræðufélagar (Talking Partners) hjá okkur í Vikurhvarfi, í samstarfi við Miðju Máls og læsis, Miðstöð Skólaþróunar og Kennaradeild Háskólans á Akureyri.

talking partners secondary námskeið

Samræðufélagar er námsefni ætlað nemendum sem þurfa stuðning við að læra íslensku. Efnið, sem er breskt að uppruna og hefur verið notað um árabil í þarlendum skólum með góðum árangri, hefur nú verið þýtt og staðfært á íslensku. Um er að ræða safn verkefna sem henta vel til að efla orðaforða, tjáningu og skilning barna á töluðu máli. Kennarar fara á tveggja daga námskeið til að læra um kennsluaðferðina og að kenna námsefnið. Fyrra námskeiðið var fyrir kennara nemenda á yngsta- og miðstigi (@primary) og það seinna fyrir kennara á unglingastigi grunnskóla og framhaldsskóla (@secondary). Á föstudeginum fyrir hádegi var síðan stutt námskeið fyrir kennara sem hafa kennt námsefnið fyrir yngri nemendur og vildu öðlast réttindi til að kenna námsefnið öðrum kennurum.

Kennari á fyrra námskeiðinu var Rannveig Sigurðardóttir, verkefnastjóri grunnskóla hjá Akureyrarbæ en þjálfaranámskeiðið, það síðara, kenndi Clare Reed, einn höfunda og eigandi Talking Partners námsefnisins.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280