Fara beint í efnið
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Vegna breytinga á lesfimprófi

2. september 2024

Starfsfólk Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu vinnur nú að endurskoðun lesfimiprófanna sem lögð eru fyrir nemendur í grunnskóla og flest þekkja. Endurskoðunin mun fara fram í nokkrum skrefum en fyrsta breytingin er sú að nú í september taka nemendur í 4. og 5. bekk sama prófið, 6. og 7. bekkur taka sama prófið og svo er eitt próf fyrir unglingastigið.

Lesfimi MMS

Þessi breyting hefur engin áhrif á það hvernig prófið er lagt fyrir. Það er líka rétt að fram komi að þó að sama prófið sé lagt fyrir oftar en einu sinni þá líður nægilega langur tími á milli prófanna til að þjálfunaráhrif komi ekki fram. 

Sú staðreynd að nemendur taka nú sama prófið oftar hefur þann kost í för með sér að auðveldara verður að fylgjast með stöðu- og framförum hjá þeim. Gott er þó að hafa í huga að þegar nemendur lesa nýtt próf, eins og t.d. nemandi sem fer úr 7. bekk í 8. bekk í haust, má búast við því að lesinn orðafjöldi á mínútu standi í stað eða lækki lítillega. Það gæti verið vegna þess að nýi textinn er þyngri. Við minnum svo á að góð lestrarfærni er undirstaða alls náms og í þessu tilviki sem öðrum þá skiptir hvatning og fyrirmynd foreldra miklu máli. 

Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280