Stuðningsefni um skipulag náms, kennslu og námsmat komið á vef aðalnámskrár
4. desember 2025
Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu viljum vekja athygli á nýju stuðningsefni með aðalnámskrá grunnskóla um skipulag náms, kennslu og námsmat.

Stuðningsefninu er ætlað að samræma túlkun skólafólks á hugmyndafræði námskrárinnar og inntaki hæfniviðmiða, hvetja til faglegra vinnubragða við skipulag náms, kennslu og námsmats og leiðbeina um hvernig hægt er að einfalda birtingu upplýsinga um stöðu nemenda í náminu.
Stuðningsefnið er birt á vefnum www.adalnamskra.is undir stuðningsefni og skiptist í þrjá flokka:
Námskráráherslur
Skipulag náms og kennslu
Námsmat og vitnisburður
Grein um efnið birtist í Skólaþráðum 3. desember.