Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Rithöfundar framtíðarinnar verðlaunaðir – Risastórar smásögur

11. júní 2025

Í bókinni Risastórar smásögur fá rithöfundar framtíðarinnar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Í bókinni eru skemmtilegar sögur eftir 22 börn á aldrinum 7–12 ára. Ímyndunarafl þeirra fær að njóta sín í bók sem er skrifuð af börnum fyrir börn.

Sögurnar voru valdar úr fjölmörgum innsendingum sem bárust í Sögur – smásagnasamkeppni sem haldin er á vegum sjö stofnana: Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, KrakkaRÚV, Borgarbókasafnsins, Borgarleikhússins, Bókmenntaborgar UNESCO, Lista fyrir alla og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Að vanda hlutu tveir höfundar verðlaunin Svaninn sem veitt eru fyrir sögur sem þykja skara fram úr á Sögum – verðlaunahátíð barnanna. Í ár hlaut Bríet Lovísa Þórðardóttir verðlaun fyrir söguna Jólakötturinn mótmælir í flokki 7–9 ára og Kría Kristjónsdóttir fyrir söguna Tannlæknaferðin í flokki 10–12 ára.

Með þátttöku í smásagnasamkeppni Sagna fá börn tækifæri til að komast að því hvort í þeim blundi rithöfundur. Þau sem senda inn efnilega sögu fá að vinna undir handleiðslu ritstjóra sem aðstoðar þau við að fínpússa textann fyrir útgáfu. Í ár sá rithöfundurinn Eva Þorgeirsdóttir um þá vinnu.

Búið er að opna fyrir innsendingar í næstu samkeppni. Áhugasöm börn, kennarar og forsjáraðilar eru hvattir til að nýta einstakt tækifæri fyrir unga og efnilega höfunda sem skrifa, skapa og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.

Þetta er í áttunda sinn sem ritröðin Risastórar smásögur kemur út hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Bókin er á rafrænu formi og aðgengileg á heimasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og er aðgengileg hér.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280