Fara beint í efnið
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Orðatorg

22. apríl 2024

Við erum afar stolt af því að kynna vefinn Orðatorg sem markar ákveðin tímamót í útgáfu efnis fyrir kennslu íslensku sem annars tungumáls.

orðatorg

Við erum afar stolt af því að kynna vefinn Orðatorg sem markar ákveðin tímamót í útgáfu efnis fyrir kennslu íslensku sem annars tungumáls. Aldrei áður hefur sama námsefnið verið gefið út á jafn mörgum tungumálum en alls eru þau átta, auk íslensku.

Á vefnum má meðal annars finna:

Rafbókarútgáfu Orð eru ævintýri, bókarinnar vönduðu sem kom út undir lok síðasta árs.

Tvo skemmtilega hugmyndabanka að leiðum til að vinna með bókina, annars vegar fyrir leikskóla og hins vegar fyrir grunnskóla, með áherslu á íslensku sem annað tungumál.

Tungumálavef þar sem orðin úr bókinni eru þýdd á átta tungumál og lesin upp á íslensku.

Gagnvirka orðaleiki til að æfa notkun tungumálsins.

Að auki erum við spennt að segja frá því að væntanlegt er vandað spil sem inniheldur mynda- og orðaspjöld með efni úr bókinni og verður hægt að nálgast leiðbeiningar með því á vefnum.

https://vefir.mms.is/ordatorg/

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Heim­il­is­fang

Víkurhvarfi 3
203 Kópavogi
Kennitala: 660124-1280

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@mms.is