Námsefnishöfundar í dönsku
18. ágúst 2025
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu auglýsir eftir metnaðarfullum og skapandi námsefnishöfundum í afmarkað verkefni við að semja námsefni í dönsku fyrir 10. bekk grunnskóla. Námsefnið verður unnið á grunni aðalnámskrár grunnskóla og miðar við 3. stig (erlend tungumál).

Unnið verður út frá niðurstöðum faghóps í dönsku og efnið skipulagt í þrjú til fimm sjálfstæð þemu. Hvert þema mun innihalda nemendabók, verkefnabók með fjölbreyttum verkefnum auk stafræns og skapandi efnis á vef. Gert er ráð fyrir að bækurnar verði allt að 40 bls. hvor, prentaðar með texta og myndum.
Umsækjandi þarf að:
- hafa háskólamenntun við hæfi, t.d. kennara- og/eða dönskumenntun
- hafa kennslureynslu, helst á unglingastigi
- búa yfir góðri færni í dönsku og textagerð
- búa yfir skapandi hugsun og hugmyndaauðgi
- hafa góða færni í samskiptum og samvinnu
Enn fremur er æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu á eða reynslu af:
- straumum og stefnum í tungumálanámi
- fjölbreyttum kennsluháttum
- námsefnisgerð
Einstaklingar geta sótt um en einnig geta tveir sótt um að vinna verkið saman. Mikilvægt er að geta hafið vinnu við námsefnisgerðina sem fyrst.
Óskað er eftir að umsóknum fylgi greinargott kynningarbréf þar sem tilgreind er menntun, starfsreynsla og tengsl við dönsku eða tungumálakennslu/-nám.
Umsóknir skulu sendar á netfangið namsefni@mms.is merkt Námsefni í dönsku ásamt nafni umsækjanda.
Umsóknarfrestur er til 8. september 2025.
Nánari upplýsingar veitir Harpa Pálmadóttir harpa@midstodmenntunar.is