Fara beint í efnið
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Kennaranámskeið á vegum Sagna - samstarfs um barnamenningu

4. september 2024

Sögur - samstarf um barnamenningu bjóða grunnskólakennurum á áhugavert námskeið sem fjallar um það hvernig hægt er að vinna með og virkja börn til að semja sögur og setja þær í alls konar búning.

Kennaranamsk sogur samf

Fjallað verður um söguskrif, leikritaskrif, hvernig á að semja texta við lag, eða skrifa handrit að stuttmynd. Námskeiðið fer fram á Teams fimmtudaginn 19. september milli kl. 14:30 og 15:15. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og hægt að skrá sig hér.

Það verða þær Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu, Blær Guðmundsdóttir barnabóka- og myndhöfundur, og Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og verkefnastjóri sem ætla að miðla upplýsingum og góðum ráðum úr stútfullum verkfærakistum sínum.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280