Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Íslensk námsgögn til umfjöllunar á málstofu og sýningu

11. ágúst 2025

Samtök iðnaðarins, Samtök íslenskra menntatæknifyrirtækja, Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, IÐNÚ, Hagþenkir, Þróunarsjóður námsgagna ásamt Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar standa fyrir málstofu og sýningu undir yfirskriftinni „Íslensk námsgögn – hvað er til?“ Málstofan fer fram miðvikudaginn 13. ágúst kl. 16:00–17:30 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Fjölbreytt kynning á íslensku námsefni

Samhliða málstofunni verður sýning á fjölbreyttu íslensku námsefni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig í Miðgarði. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu verðum á staðnum með okkar efni til kynningar.

Á málstofunni gefst öllum sem koma að gerð námsefnis á Íslandi tækifæri til að kynna þau verk sem þegar eru til.

Markmið og innihald málstofunnar

Á málstofunni fá allir sem koma að gerð námsefnis á Íslandi tækifæri til að kynna verk sín og miðla reynslu. Sérfræðingar með brennandi áhuga á þróun og gæðum námsefnis ræða mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag.

Umræðan mun meðal annars snúa að því hvernig hágæða námsgögn geta:

  • stuðlað að jöfnum tækifærum barna

  • bætt gæði kennslu

  • og styrkt hæfni samfélagsins í heild

Dagskrá

  • Setning málstofu – Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra

  • Hugleiðingar um stöðu og framtíð námsefnis á tímum gervigreindar – Hjörtur Ágústsson, skrifstofustjóri nýsköpunar og þróunar, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur

  • Höfundarverk eða hrærigrautur? – Súsanna Margrét Gestsdóttir, dósent á Menntavísindasviði, Hagþenkir

  • Námsefni í takt við þarfir nemenda – Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri IÐNÚ útgáfu

  • Sundkennsla á þurru landi – Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, fv. formaður Kennarasambands Íslands

  • Framtíðarsýn Miðstöðvar menntunar: Gervigreind og stafrænir innviðir í þágu skóla – Páll Ásgeir Torfason, stafrænn leiðtogi, Skrifstofa forstjóra

  • Nokkur álitamál og umræðupunktar – Magnús Þór Jónsson og Guðjón Hreinn Hauksson, KI og FF

  • Heima er best! – Íris E. Gísladóttir, Samtök menntatæknifyrirtækja (IEI)

  • Léttar veitingar og samtal á sýningarsvæði námsefnis til kl. 18:00

Ef þú óskar eftir að skrá þig sem sýnandi námsgagna, vinsamlegast fylltu út meðfylgjandi skráningarform hér.

Hér er hægt að skrá sig á málstofuna.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280