Hvernig kenni ég ritun?
20. mars 2025
Við höfum gefið út nýtt verkfæri fyrir kennara til að styðja við ritunarkennslu í grunnskólum landsins. Verkfærið hefur hlotið nafnið Ritunarramminn, en hann veitir kennurum leiðsögn varðandi ritunarkennslu og mat á ritun þannig þeir geti á skilvirkari hátt skipulagt ritunarkennslu sína og veitt nemendum endurgjöf sem gagnast þeim til aukinnar ritunarfærni.


Ritunarrammanum fylgja jafnframt gátlistar fyrir nemendur þannig að þeir geti séð þau ritunarmarkmið sem stefnt er að, metið eigin ritun og fylgst með framförum sínum. Slík ábyrgð valdeflir nemendur og vekur gjarnan áhuga þeirra á náminu, sem er jú keppikeflið sem við öll stefnum að!
Rúsínan í pylsuendanum er síðan sú að rannsóknir sýna að þegar ritunarfærni nemenda vex, eykst lesskilningur þeirra um leið og rökhugsun verður meiri! Hver okkar vilja ekki þann bónusvinning?
Í kjölfar útgáfunnar munum við bjóða upp á námskeið um notkun ritunarrammans í kennslu fyrir kennara og verða þau auglýst á næstu vikum á vefnum okkar, midstodmenntunar.is. Námskeiðin verða opin öllum áhugasömum kennurum.
Handbókina má finna hér.