Handbók um velferð og öryggi í leikskólum
24. september 2024
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur nú falið Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að sjá um vistun, uppfærslu og umsjón með rafrænum handbókum sem fjalla um öryggi og velferð barna í leik- og grunnskólum. Þessar handbækur veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og stuðning við gerð öryggishandbóka, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir leikskóla.
Fyrsta handbókin, Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum, er byggð á upphaflegu efni frá Herdísi Storgaard og Þorláki Helgasyni, sem unnið var árið 2014.
Endurskoðun og uppfærsla handbókarinnar hefur verið unnin í samstarfi við Samgöngustofu, Samband íslenskra sveitarfélaga og Landlæknisembættið. Markmiðið er að setja fram mikilvægar upplýsingar á aðgengilegan hátt og stuðla þannig að öryggi barna í skólastarfi og aðstoða leikskóla við að uppfylla lög og reglugerðir.
Handbókinni er skipt í ellefu meginkafla sem fjalla um öryggismál, velferð barna, netöryggi, slysavarnir og margt fleira.