GraphoGame – handbók fyrir kennara
8. nóvember 2024
Graphogame var upphaflega hannað með þarfir nemenda með lestrarvanda í huga. Lestrarforritið á rætur sínar að rekja til Finnlands. Hönnun þess byggist á rannsóknum sem gerðar voru í Háskólanum í Jyväskylä.
Þetta eru nemendur sem glíma við hljóðkerfisvanda og þurfa mikla æfingu og endurtekningu á tengslum bókstafs og hljóðs. Leikurinn getur þó einnig nýst fleirum og tilvalið að nota GraphoGame með nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku og eru að stíga fyrstu skrefin í að læra íslensku málhljóðin.
Hér er að finna handbók fyrir kennara sem vilja kynna sér uppbyggingu GraphoGame og hvernig spila á leikinn til að hann skili sem bestum árangri.