Fara beint í efnið

Hvernig líkaði þér þjónustan hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu?

Okkur þætti vænt um að þú tækir þátt í stuttri könnun á upplifun þinni af þjónustu okkar Hlekkur á þjónustukönnun

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Frístundalæsi – Stuðningur við mál og læsi á frístundaheimilum

13. mars 2025

Frístundalæsi er verkefni sem styður starfsfólk frístundaheimila við að efla mál og læsi barna í gegnum reynslunám, þar sem virk þátttaka er höfð að leiðarljósi.

frístundalæsi samsett mynd

Verkefnið byggir á hugmyndabanka með fjölbreyttu efni sem nýtist í frístundastarfi og er skipulagt eftir sjö ólíkum læsistegundum sem frístundaheimili vinna hvað mest með.

Í hugmyndabankanum er að finna fjölbreytt úrval verkefna sem auðvelt er að aðlaga að mismunandi aðstæðum í starfi frístundaheimila. Það sem gerir hann einstakan er að margar hugmyndanna byggja á raunverulegum verkefnum sem frístundaheimili hafa þróað og prófað í sínu starfi. Efnið er aðgengilegt öllum á vefsíðu Frístundalæsis, sem er reglulega uppfærð með nýjum hugmyndum og verkefnum.

Árið 2023 var Lærdómssamfélag Frístundalæsis stofnað og hefur síðan þá skapað nýjar leiðir til miðlunar, samvinnu og náms í frístundaheimilum. Lærdómssamfélagið er vettvangur fyrir stjórnendur frístundaheimila sem vilja dýpka þekkingu sína, læra af öðrum og efla frístundastarf með mál- og læsiseflingu í forgrunni.

Lærdómssamfélagið var upphaflega ætlað stjórnendum frístundaheimila í Reykjavíkurborg en er nú opið á landsvísu í samstarfi við þróunarverkefnið Menntun-Móttaka-Menning (MEMM). Í dag taka stjórnendur frá 14 sveitarfélögum þátt, sem er mikilvægt skref í að gera mál- og læsiseflingu að sameiginlegu verkefni frístundaheimila á landsvísu..

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280