Ég veit - nýr vefur
26. apríl 2024
Það eru okkur sönn gleðitíðindi að segja frá nýjum vef sem við vorum að setja í loftið.
Ég veit er vefur fyrir leik- og grunnskóla sem tekur á ofbeldi, misnotkun, einelti og réttindum barna. Efnið er þróað af Salaby í Noregi í samstarfi við þarlenda sérfræðinga og er þýtt, staðfært og aðlagað að íslenskum aðalnámskrám.
Miðlun efnisins ætti alltaf að vera höndum starfsfólks leik- og grunnskóla sem þekkir barna- og nemendahópinn vel og getur sniðið fræðsluna að hópnum hverju sinni, lagað efnið að aðstæðum, útskýrt það og skapað öruggan ramma um fræðsluna.
Teiknimyndum, ljósmyndum og textum er ætlað að opna jákvæða og örugga leið að viðfangsefnunum. Í kynningu á hverju viðfangsefni skal leggja áherslu á undirstöðuþekkingu um líkamann og tilfinningar, góð og heilbrigð sambönd og rétt allra til að líða vel og vera örugg. Barna- og fjölskyldustofa metur sem svo að í leikskólum eigi fræðslan að fara fram í hópi elstu barna eða skólahópa en kennarar meta ávallt hvort efnið eigi erindi við sinn nemendahóp.
Efni fyrir nemendur í 5.-10. bekk og framhaldsskóla er í vinnslu.
Námsefninu fyrir leikskóla og 1.-4. bekk er skipt í sjö hluta:
Að líða vel saman: Hvernig getur okkur liðið vel saman í skóla og leikskóla? Og hvernig getum við orðið vinir aftur þegar við höfum rifist? Í hlutanum „Að líða vel saman“ fræðast börnin um hvernig við getum komið á góðum skólabrag í leikskólanum og hvernig við getum talað um það við aðra ef við upplifum eitthvað erfitt.
Líkami minn tilheyrir mér: Öll börn eiga rétt á að ráða yfir eigin líkama. Og það eru ákveðnir hlutir sem fullorðnir ættu aldrei að gera við líkama barna. Verkefnin fjögur í hlutanum „Líkami minn tilheyrir mér“ gefa í sameiningu góða innsýn í viðfangsefnin „líkami minn“, „mörk“ og „ofbeldi“ og hvernig við getum fengið hjálp ef þörf krefur. Hér eru sömu teiknimyndir og sagt er frá hér fyrir ofan.
Réttur til að vera örugg: Öll börn eiga rétt á því að upplifa sig örugg, bæði heima og í leikskólanum. Í þessum hluta er fjallað um mismunandi gerðir af líkamlegu og andlegu ofbeldi og hvernig við getum fengið aðstoð ef við upplifum eitthvað sem okkur finnst erfitt.
Hvað er barnavernd? Hver getur hjálpað þegar barn á erfitt heima? Hvað gerir barnavernd? Hér er hægt að læra meira um barnavernd og um annað fullorðið fólk sem getur hjálpað börnum.
Að segja frá: Hér er fjallað um spurningarnar. Hvers vegna getur verið erfitt að segja öðrum hvernig okkur líður í raun og veru? Og hvers vegna gæti verið góð hugmynd að gera það samt?
Tilfinningarnar mínar: Það er mikilvægt að þekkja og hafa orð yfir tilfinningar okkar til að geta talað um hvernig okkur líður. Þá er auðveldara að koma orðum að því sem okkur sjálfum finnst og skilja hvernig öðrum líður. Í hlutanum „Tilfinningar mínar“ læra börnin meira um tilfinningarnar gleði, sorg og hræðslu.
Skynfærin okkar: Að kynnast skynfærum auðveldar nemendum að skilja það sem þau upplifa og gerir þeim auðveldara með að koma orðum að því sem þeim finnst. Hér er fjallað um húð, sjón og heyrn.
Frekar upplýsingar má nálgast á námsefnisvef.