Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Allir nýnemar komnir með pláss í framhaldsskóla – innritun lokið fyrr en áður

23. júní 2025

Innritun allra nýnema úr grunnskóla í framhaldsskóla hefur gengið vonum framar og er nú lokið. Með samstilltu átaki framhaldsskóla og yfirvalda hefur tekist að ljúka innritun fyrr en undanfarin ár. Alls sóttu 5.131 nýnemar um pláss í framhaldsskóla fyrir haustið 2025, sem eru 454 fleiri en í fyrra.

Allir nýnemar fengu skóla – fleiri komust að í fyrsta vali

Framhaldsskólarnir gátu tekið við öllum nýnemum sem sóttu um, og því var hægt að samþykkja allar umsóknir þeirra sem uppfylltu inntökuskilyrði.

Af þeim 5.131 nemanda sem sóttu um fengu:

  • 4.136 pláss í þeim skóla sem þau völdu sem fyrsta val (81%)

  • 669 í öðru vali (12,8%)

  • 204 í þriðja vali (3,9%)

  • 122 nemendur fengu pláss í skólum sem þeir höfðu ekki valið sérstaklega, en þar var laust pláss (2,3%)

Það er lægra hlutfall en áður, en í ár var í fyrsta sinn boðið upp á að velja þrjá skóla í umsókninni í stað tveggja, sem auðveldaði úthlutun.

Umsóknarkerfi Ísland.is bætir þjónustu og öryggi

Í ár var í fyrsta sinn notast við umsóknarkerfi Ísland.is við móttöku umsókna í framhaldsskóla en umsóknin var þróuð í samstarfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Stafræns Íslands. Notkun umsóknarkerfisins hefur bætt þjónustu við umsækjendur og aukið öryggi í umsóknarferlinu verulega.

Breytt námsframboð mætir fjölbreyttum hópi

Mennta- og barnamálaráðuneytið, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og framhaldsskólar hafa lagt áherslu á að tryggja öllum nýnemum námspláss. Unnið hefur verið að auknu námsframboði til að mæta fjölbreyttum nemendahópi, s.s. fjölgun á starfsbrautum, aukið framboð í verknámi og stuðningi við nemendur með ólíkan tungumála- og menningarbakgrunn.

Heildarfjölda umsókna í hvern skóla, ásamt úthlutuðum plássum má sjá í meðfylgjandi töflu:

Skóli

Val 1

Val 2

Val 3

Alls

Innritaðir

Borgarholtsskóli

208

278

186

675

275

Fisktækniskóli Íslands ehf

3

16

0

19

3

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

183

314

160

669

264

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

275

509

288

1072

228

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

115

158

138

449

214

Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra

56

30

4

90

58

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

21

23

6

50

21

Fjölbrautaskóli Suðurlands

260

72

20

352

276

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

294

53

20

368

310

Fjölbrautaskóli Vesturlands

130

55

16

201

130

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði

127

207

166

505

225

Framhaldsskólinn á Húsavík

12

9

6

27

12

Framhaldsskólinn á Laugum

36

43

9

88

40

Framhaldsskólinn í A-Skaftaf

10

3

0

13

11

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

33

63

43

155

70

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

38

9

4

51

39

Kvennaskólinn í Reykjavík

363

474

154

993

246

Menntaskóli Borgarfjarðar

33

43

13

89

35

Menntaskóli í tónlist

20

17

7

44

19

Menntaskólinn á Akureyri

240

177

20

437

220

Menntaskólinn að Laugarvatni

59

110

9

178

54

Menntaskólinn á Egilsstöðum

92

51

9

152

95

Menntaskólinn á Ísafirði

64

12

3

79

65

Menntaskólinn á Tröllaskaga

12

31

5

48

12

Menntaskólinn í Kópavogi

385

477

273

1135

278

Menntaskólinn í Reykjavík

253

289

116

658

273

Menntaskólinn við Hamrahlíð

308

221

222

751

274

Menntaskólinn við Sund

181

285

244

710

252

Tækniskólinn

439

485

150

1074

465

Verkmenntaskóli Austurlands

30

48

3

81

30

Verkmenntaskólinn á Akureyri

232

277

13

522

248

Verzlunarskóli Íslands

621

216

53

890

388

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280