Allir nýnemar komnir með pláss í framhaldsskóla – innritun lokið fyrr en áður
23. júní 2025
Innritun allra nýnema úr grunnskóla í framhaldsskóla hefur gengið vonum framar og er nú lokið. Með samstilltu átaki framhaldsskóla og yfirvalda hefur tekist að ljúka innritun fyrr en undanfarin ár. Alls sóttu 5.131 nýnemar um pláss í framhaldsskóla fyrir haustið 2025, sem eru 454 fleiri en í fyrra.

Allir nýnemar fengu skóla – fleiri komust að í fyrsta vali
Framhaldsskólarnir gátu tekið við öllum nýnemum sem sóttu um, og því var hægt að samþykkja allar umsóknir þeirra sem uppfylltu inntökuskilyrði.
Af þeim 5.131 nemanda sem sóttu um fengu:
4.136 pláss í þeim skóla sem þau völdu sem fyrsta val (81%)
669 í öðru vali (12,8%)
204 í þriðja vali (3,9%)
122 nemendur fengu pláss í skólum sem þeir höfðu ekki valið sérstaklega, en þar var laust pláss (2,3%)
Það er lægra hlutfall en áður, en í ár var í fyrsta sinn boðið upp á að velja þrjá skóla í umsókninni í stað tveggja, sem auðveldaði úthlutun.
Umsóknarkerfi Ísland.is bætir þjónustu og öryggi
Í ár var í fyrsta sinn notast við umsóknarkerfi Ísland.is við móttöku umsókna í framhaldsskóla en umsóknin var þróuð í samstarfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og Stafræns Íslands. Notkun umsóknarkerfisins hefur bætt þjónustu við umsækjendur og aukið öryggi í umsóknarferlinu verulega.
Breytt námsframboð mætir fjölbreyttum hópi
Mennta- og barnamálaráðuneytið, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og framhaldsskólar hafa lagt áherslu á að tryggja öllum nýnemum námspláss. Unnið hefur verið að auknu námsframboði til að mæta fjölbreyttum nemendahópi, s.s. fjölgun á starfsbrautum, aukið framboð í verknámi og stuðningi við nemendur með ólíkan tungumála- og menningarbakgrunn.
Heildarfjölda umsókna í hvern skóla, ásamt úthlutuðum plássum má sjá í meðfylgjandi töflu:
Skóli | Val 1 | Val 2 | Val 3 | Alls | Innritaðir |
Borgarholtsskóli | 208 | 278 | 186 | 675 | 275 |
Fisktækniskóli Íslands ehf | 3 | 16 | 0 | 19 | 3 |
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti | 183 | 314 | 160 | 669 | 264 |
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ | 275 | 509 | 288 | 1072 | 228 |
Fjölbrautaskólinn við Ármúla | 115 | 158 | 138 | 449 | 214 |
Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra | 56 | 30 | 4 | 90 | 58 |
Fjölbrautaskóli Snæfellinga | 21 | 23 | 6 | 50 | 21 |
Fjölbrautaskóli Suðurlands | 260 | 72 | 20 | 352 | 276 |
Fjölbrautaskóli Suðurnesja | 294 | 53 | 20 | 368 | 310 |
Fjölbrautaskóli Vesturlands | 130 | 55 | 16 | 201 | 130 |
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði | 127 | 207 | 166 | 505 | 225 |
Framhaldsskólinn á Húsavík | 12 | 9 | 6 | 27 | 12 |
Framhaldsskólinn á Laugum | 36 | 43 | 9 | 88 | 40 |
Framhaldsskólinn í A-Skaftaf | 10 | 3 | 0 | 13 | 11 |
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ | 33 | 63 | 43 | 155 | 70 |
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum | 38 | 9 | 4 | 51 | 39 |
Kvennaskólinn í Reykjavík | 363 | 474 | 154 | 993 | 246 |
Menntaskóli Borgarfjarðar | 33 | 43 | 13 | 89 | 35 |
Menntaskóli í tónlist | 20 | 17 | 7 | 44 | 19 |
Menntaskólinn á Akureyri | 240 | 177 | 20 | 437 | 220 |
Menntaskólinn að Laugarvatni | 59 | 110 | 9 | 178 | 54 |
Menntaskólinn á Egilsstöðum | 92 | 51 | 9 | 152 | 95 |
Menntaskólinn á Ísafirði | 64 | 12 | 3 | 79 | 65 |
Menntaskólinn á Tröllaskaga | 12 | 31 | 5 | 48 | 12 |
Menntaskólinn í Kópavogi | 385 | 477 | 273 | 1135 | 278 |
Menntaskólinn í Reykjavík | 253 | 289 | 116 | 658 | 273 |
Menntaskólinn við Hamrahlíð | 308 | 221 | 222 | 751 | 274 |
Menntaskólinn við Sund | 181 | 285 | 244 | 710 | 252 |
Tækniskólinn | 439 | 485 | 150 | 1074 | 465 |
Verkmenntaskóli Austurlands | 30 | 48 | 3 | 81 | 30 |
Verkmenntaskólinn á Akureyri | 232 | 277 | 13 | 522 | 248 |
Verzlunarskóli Íslands | 621 | 216 | 53 | 890 | 388 |