Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Um deildina

Sýkla- og veirufræðideild er rannsóknastofa og tilvísunarrannsóknastofa fyrir Ísland á sviði bakteríufræði, veirufræði, sveppafræði og sníkjudýrafræði. Deildin vinnur með sóttvarnarlækni og öðrum heilbrigðisyfirvöldum að bættri lýðheilsu með rannsóknum og skráningu á smitsjúkdómum, orsökum þeirra og útbreiðslu. Þau gögn nýtast jafnframt til fyrirbyggjandi aðgerða, svo sem sýkingavarna og bólusetninga.

Helstu verkefni

  • Þjónusturannsóknir

  • Kennsla á sviði sýklafræði og veirufræði

  • Ráðgjöf og fræðsla

  • Vísindarannsóknir og þróun aðferða

  • Þátttaka í alþjóðlegri samvinnu um sýkla- og veirurannsóknir

  • Rekstur BSL-3 öryggisrannsóknastofu

  • Ætagerð til sýklarannsókna fyrir eigin starfsemi og til sölu


Stefna

  • Að tryggja sjúklingum og heilbrigðisstarfsfólki bestu þjónustu sem völ er á

  • Að viðhalda gæðastjórnunarkerfi sem tryggir viðeigandi meðhöndlun, vinnslu og svörun rannsókna á sjúklingasýnum. Stjórn rannsóknastofunnar mun sjá til þess að skilyrði staðalsins ISO15189 séu uppfyllt

  • Að skapa aðstæður sem hvetja hæfasta starfsfólk sem völ er á til að leita eftir störfum á deildinni og hvetur starfsmenn til að nýta tækifæri til menntunar og að taka þátt í vísindaverkefnum

  • Að veita nemum heilbrigðisstétta fræðslu og verklega þjálfun í samræmi við nýjustu þekkingu

  • Að deildin verði þekkt sem leiðandi á sviði sýkla- og veirufræði og stundi öfluga vísindastarfsemi