Sýkla- og veirufræðideild
Fræðsla
Kennsluefni
Starfsmenn deildarinnar taka þátt í kennslu og þjálfun háskólanema í grunn- og framhaldsnámi, þjálfun starfsmanna og stjórnenda á deildinni sem og símenntunarstarfi fyrir ýmsar starfsstéttir.
Ábyrgðaraðili kennslunnar: Karl G. Kristinsson
Vísindarannsóknir
Helstu áherslur í rannsóknum:
Í rannsóknum er lögð áhersla á fá stór verkefni sem nýta sérstöðu Íslands en sú sérstaða býður upp á einstaka möguleika til rannsókna á faraldsfræði og sameindafaraldsfræði sýkinga.
Rannsóknir hafa einkum beinst að:
sameindafaraldsfræði sýklalyfjaónæmis
pneumókokkasýkinga
methisillín ónæmra S. aureus (MÓSA)
streptókokkasýkinga
Campylobacter
Chlamydia trachomatis
Stærstu verkefnin sem unnið er að eru sameindafaraldsfræði pneumókokka, sameindafaraldsfræði streptókokka af flokki A og flokki B, sameindafaraldsfræði methisillín ónæmra S. aureus (MÓSA) og rannsókn á erfðum tiltekinna smitsjúkdóma í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Framskyggn rannsókn á iðrasýkingum á Íslandi. Rannsókn á faraldsfræði breiðvirkra beta-laktamasa í Enterobacteriaceae.
Faraldsfræði
Bakteríugreiningar
Veirugreiningar
Eldri tölur
