Styðja starfsemina
Aðrir sjóðir sem styðja Landspítala
Landspítali nýtur mikils velvilja og stuðnings frá einstaklingum, félögum og félagasamtökum. Á hverju ári berast spítalanum gjafir og styrkir af ýmsu tagi, meðal annars með framlögum, minningarkortum og skeytum. Þessi stuðningur er ómetanlegur.
Hér er listi yfir sjóði og félög sem styðja Landspítala dyggilega. Með því að smella á hlekkina er hægt að kynna sér starf þeirra og leggja þeim lið.
Barnaspítalasjóður Hringsins:
Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt.
Vefsíða: Forsíða | Hringurinn
Netfang: hringurinn@hringurinn.is
Líf - styrktarfélag kvennadeilda Landspítala:
LÍF Styrktarfélag vinnur að því að bæta aðbúnað og þjónustu fyrir konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.
Vefsíða: LÍF styrktarfélag – Lifsspor
Netfang: lif@lifsspor.is
Hollvinir Grensásdeildar Landspítala:
Hollvinir styðja við endurhæfingarstarf Grensásdeildar með því að afla fjár til tækjakaupa, endurbóta á húsnæði og annarra brýnna verka.
Vefsíða: Grensás
Netfang: hollvinirgrensass@gmail.com
Von - styrktarfélag:
Von er félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar Landspítala Fossvogi.
