Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Starfsþjálfun og verklegt nám sjúkraliðanema

Verklegt nám

Verknámsvist

Beiðni um verknámsvist fyrir sjúkraliðanema skal berast Landspítala að minnsta kosti þremur mánuðum fyrir áætlaðan verknámstíma.

Í beiðninni skal koma fram:

  • heiti námskeiðs

  • fjöldi nemenda

  • óskir um deildir

  • nöfn og netföng umsjónakennara

  • verknámstímabil

  • og skipulag.

Umsjónarfólk upplýsir sjúkraliðanema um hvaða gögnum þau þurfa að skila inn áður en verknám hefst og varðveitir gögnin í skólanum. Landspítali ákveður á hverjum tíma hvaða gögn það eru.

Verkefnastjóri menntadeildar úthlutar námsplássum til skólanna í samráði við deildarstjóra Landspítala og skráir alla nemendur í nemaskráningarkerfi spítalans.

Sjúkraliðanemar í íslenskum skólum fylgja leiðbeiningum í gátlista við undirbúning fyrir verknám.

Beiðni um verknámsvist skal senda á sjukralidanemar@landspitali.is.

Nánari upplýsingar:

María Dóra Björnsdóttir verkefnastjóri,
mariadb@landspitali.is,
sími: 543 5704

Leiðbeiningar vegna verknáms