Starfsþjálfun og verklegt nám sjúkraliðanema
Efnisyfirlit
Starfsþjálfun og starfsráðning
Starfsþjálfun
Sjúkraliðanemar sækja um starfsþjálfun í gegnum Starfatorg.
Mikilvægt er að umsóknin sé vel útfyllt og að vottorð frá skólunum fylgi með sem viðhengi strax og sótt er um.
Starfsráðning
Einstaklingar sem ráða sig sem sjúkraliðanema í starf á Landspítala þurfa að hafa lokið að minnsta kosti þremur grunnáföngum í bóklegri hjúkrunarfræði og einum áfanga í verknámi.
Þeir skulu vera í virku námi eða hafa verið það síðastliðna 12 mánuði. Nemendur skulu sýna staðfestingu frá skóla um að þeir hafi leyfi til þess að ráða sig sem sjúkraliðanema.
Nánari upplýsingar: monnunarteymi@landspitali.is
