Öryggismál og rafræn vöktun
Efnisyfirlit
Viðbragðsáætlun
Viðbragðsáætlun Landspítala (LSH) tekur til eitrana, farsótta, geislavá, hópslysa, rýmingar og bilana í klínískum tölvukerfum. Unnið er eftir verklagsreglum og gátlistum fyrir þessa atburðaflokka til að auðvelda starfsfólki starfið þegar mikið reynir á.
Verklagsreglur og leiðbeiningar um farsótt á hverjum tíma verður eingöngu að finna á heimasíðu og gæðahandbók því farsóttir eru breytilegar og nýjar leiðbeiningar eru nauðsynlegar hverju sinni.
Í viðauka má finna ítarefni um starfsemi Landspítala, stjórnskipulag almannavarna í landinu og tengingu þess við heilbrigðisstofnanir. Viðbragðsáætlun LSH er í stöðugri endurskoðun.
Viðbragðsstjórn
Viðbragðsstjórn Landspítala sér um framkvæmd áætlunarinnar.
