Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Skimun, greining og meðferð

Flokkun eftir birtingarmynd einkenna

Óráð hefur verið flokkað í undirflokka eftir birtingarmynd einkenna. Það getur einkennst af:

  • ofvirkni (hyperactive): Sjúklingar með ofvirknieinkenni óráðs geta verið eirðarlausir, órólegir og árásargjarnir

  • vanvirkni (hypoactive): Sjúklingar með vanvirknieinkenni óráðs halda sig til baka, eru hljóðir og sofandalegir, stundum kallað þögult óráð

Sumir sjúklingar sýna merki um hvort tveggja. Stundum er erfitt að greina á milli blandaðs og þöguls óráðs, og á milli óráðs og heilabilunar (dementia), og geta sjúklingar verið með bæði.

Mat og skimun

Allir sjúklingar eru metnir samkvæmt gæðahandbók Landspítala og minnisreglunni „AMMA" sem stendur fyrir helstu áhættuþætti óráðs:

Aldur yfir 65 ára.
Minnisskerðing eða heilabilun.
Mjaðmarbrot nýlega.
Alvarleg veikindi - sjúkdómsástand sem fer versnandi eða er í hættu á að versna.

Sjúklingar með áhættuþætti og önnur einkenni óráðs eru metnir með 4AT.

Til að skima einstaklinga í áhættu og til að fylgjast með þróun einkenna er notað DOS (Delirium Observation Screening).

Meðferð við óráði

Þegar óráð er komið er mikilvægt að greina og meðhöndla undirliggjandi orsakir.

Upplýsingar um frekari meðferð við óráði er í gæðahandbók Landspítala