Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Áhættuþættir og fyrirbyggjandi aðgerðir

Óráð (bráðarugl, delirum) er heilkenni sem einkennist af truflun á athygli, meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Óráð er skyndilegt ruglástand, oftast tímabundið sem veldur breytingum á því hvernig fólk hugsar og hegðar sér og hefur sveiflukenndan gang.

Óráð er algengt, alvarlegt og flókið vandamál sem tengist slæmum horfum þeirra sem það fá. Með því að bregðast hratt og rétt við má koma í veg fyrir það og bæta batahorfur.

Að fyrirbyggja óráð

Það er alltaf árangursríkara ef hægt er að fyrirbyggja óráð og því þarf að þekkja vel hvaða einstaklingar eru í áhættuhóp, greina hjá þeim áhættuþætti og reyna að forðast allt sem gæti mögulega aukið hættu á óráði (fækka útleysandi þáttum).

Áhættuþættir

Áhættuþættir fyrir óráði hjá lyflæknis- og skurðsjúklingum hafa í mörgum rannsóknum reynst vera:

  • minnisskerðing og heilabilun

  • fyrri saga um óráð

  • færniskerðing

  • sjónskerðing

  • hár aldur

  • saga um misnotkun áfengis.

Langvinnir sjúkdómar eru einnig þekktir áhættuþættir í ýmsum sjúklingahópum.

Útleysandi orsakaþættir

Samkvæmt rannsóknum eru útleysandi orsakaþættir einna helst:

  • lyfjaaukaverkanir

  • áfengis og lyfja fráhvarf

  • efnaskiptatruflanir

  • sýkingar

  • alvarlegir sjúkdómar

  • líffærabilanir,

  • ákveðin beinbrot

  • ýmsar skurðaðgerðir

  • fjötrar

Listinn er ekki tæmandi.