Fara beint í efnið
Landskjörstjórn Forsíða
Landskjörstjórn Forsíða

Landskjörstjórn

Tilkynning frá landskjörstjórn

5. desember 2024

Frestun fundar landskjörstjórnar

Kjördagur

Að beiðni yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur landskjörstjórn ákveðið að fresta fundi til úthlutunar þingsætum sem vera átti föstudaginn 6. desember 2024.

Landskjörstjórn mun taka ákvörðun um hvar og hvenær fundurinn verður haldinn, eins fljótt og unnt er og verður tilkynning þar um birt á vef landskjörstjórnar og á kosning.is.

Tilkynning verður jafnframt send til umboðsmanna þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram við alþingiskosningarnar.

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is