Skýrsla um undirbúning og framkvæmd alþingiskosninga 2024
11. apríl 2025
Landskjörstjórn hefur afhent ráðherra skýrslu um undirbúning og framkvæmd alþingiskosninganna sem fram fóru 30. nóvember 2024.

Í skýrslunni er farið yfir framkvæmd kosninganna, allt frá undirbúningi sem var skammur þar sem um þingrofskosningar var að ræða, framkvæmdina á kjördag og verkefni að loknum kosningum. Þá er bent á tækifæri til úrbóta, til að mynda hvað varðar endurskoðun á löggjöf, utankjörfundaratkvæðagreiðslu, fræðslu o.fl.