Fara beint í efnið

Rásfundur forsetakosninga 2024

2. júní 2023

Landskjörstjórn hélt rásfund fyrir forsetakosningar sem fyrirhugaðar eru 1. júní 2024 - ef fleiri en einn frambjóðandi verða í kjöri.

Frá fundi 1. júní

Landskjörstjórn hélt í gær rásfund fyrir forsetakosningar sem fyrirhugaðar eru 1. júní 2024 - ef fleiri en einn frambjóðandi verða í kjöri. Fundurinn markaði upphaf skipulagningar kosninganna.
Fundinn sóttu m.a. framkvæmdaaðilar kosninga; yfirkjörstjórnir kjördæma og sveitarfélaga, fulltrúar frá sýslumönnum og Þjóðskrá Íslands.
Fjallað var um helstu breytingar með nýjum kosningalögum sem tóku gildi 1. janúar 2022, verkefni framkvæmdaaðila, tímasetningar og helstu verkþættir fyrir kosningar ræddir.

Landskjörstjórn leggur mikla áherslu á traust og öryggi við framkvæmd kosninga auk góðrar samvinnu milli aðila. Eitt verkefna fyrir forsetakosningarnar er að vinna að nýjum upplýsingavef um kosningar með skýrleika og einfaldleika að leiðarljósi.

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is