Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landskjörstjórn Forsíða
Landskjörstjórn Forsíða

Landskjörstjórn

Málþing um rafrænar kosningar

12. desember 2025

Landskjörstjórn stóð fyrir málþingi um rafrænar kosningar þann 1. desember sl.

Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar opnaði málþingið en tveir erlendir gestir fjölluðu um málefnið, þeir Arne Koitmäe, framkvæmdastjóri eistnesku kosningastofnunarinnar og Dr. Jordi Barrat Esteve, prófessor í stjórnskipunarrétti.

Báðir þekkja þeir málefnið vel, rafrænar kosningar hafa farið fram í Eistlandi frá árinu 2005 og Arne fjallaði um framkvæmdina og álitaefni sem upp hafa komið í Eistlandi sl. 20 ár. Jordi fjallaði um stöðuna á internetkosningum í heiminum, en nýverið kom út samantekt eftir hann í samstarfi við International IDEA um rafrænar kosningar á heimsvísu. Þá fór hann yfir spurningar sem stjórnvöld og aðrir ættu að spyrja sig að áður en hafist er handa við undirbúning rafrænna kosninga, líkt og hvers vegna, hvaða vandamál er verið að leysa og hvaða áhættur felast í því.

Eftir hlé var síðan pallborð undir styrkri stjórn Birnu Írisar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Stafræns Íslands með sérfræðingum frá Íslandi, þeim Sigurði Mássyni sem hefur komið að rafrænum kosningum um árabil, t.d. íbúakosningum, kosningum í stjórnir fyrirtækja og fleira. Þá var Bjarki Þór Sigvarðarson fagstjóri ástandsvitundar hjá CERT-IS þátttakandi auk Evu Heiðu Önnudóttur prófessor í stjórnmálafræði sem rannsakað hefur ýmislegt tengt kosningum um árabil.

Upptöku af málþinginu má nálgast hér.

Jordi Barrat Esteve

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is