Fara beint í efnið

Kosningarréttur íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis

19. október 2023

Íslenskir ríkisborgarar sem búið hafa lengur en 16 ár erlendis þurfa að sækja um að vera teknir á kjörskrá fyrir 1. desember.

kosningar

Íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili erlendis lengur en í 16 ár (fluttu lögheimili sitt fyrir 1. desember 2007) þurfa að sækja um að verða teknir á kjörskrá í kosningum til Alþingis, við forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Til þess að geta sótt um þarf umsækjandi að:

  • hafa íslenskan ríkisborgararétt,

  • vera 18 ára eða eldri á kjördag,

  • hafa einhvern tímann á ævinni átt lögheimili á Íslandi.

Sækja þarf um að vera tekin á kjörskrá til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2023. Ef umsækjandi uppfyllir skilyrðin verður hann skráður á kjörskrá til næstu fjögurra ára á eftir.

Íslenskir ríkisborgarar sem búið hafa skemur en í 16 ár erlendis (hafa flutt lögheimili sitt eftir 1. desember 2007) hafa sjálfkrafa kosningarrétt á Íslandi í kosningum til Alþingis, við forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslur. Til að mega kjósa þurfa þeir þó einhvern tímann að hafa átt lögheimili á Íslandi og vera orðnir 18 ára á kjördag.

Til að hafa kosningarrétt í sveitarstjórnarkosningum þarf að hafa lögheimili í sveitarfélagi og því ekki hægt að vera búsettur erlendis. (Nema ef um námsmenn á Norðurlöndunum að ræða, þeir halda sínum kosningarrétti en þurfa þó að sækja um það fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar).

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is