Fara beint í efnið

Kjör forseta Íslands

23. febrúar 2024

Kjör forseta Íslands fer fram 1. júní 2024

Forsetakosningar 1. júní

Auglýsing um framboð og kjör forseta Íslands. 

Kjör forseta Íslands fer fram laugardaginn 1. júní 2024. 

Framboðum til forsetakjörs skal skila til landskjörstjórnar ásamt samþykki forsetaefnis og nægilegri tölu meðmælenda, eigi síðar en kl. 12 á hádegi 26. apríl 2024. 

Hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 35 ára aldri er kjörgengur til forseta Íslands. 

Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1.500 kosningarbærra manna, en mest 3.000. Frá og með 1. mars 2024 verður hægt að safna meðmælum með rafrænum hætti.

Meðmælin skulu skiptast eftir landsfjórðungum sem hér segir: 

Sunnlendingafjórðungur: minnst 1.233 meðmælendur, en mest 2.465. 

Í Sunnlendingafjórðungi eru: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Vestmannaeyjabær, Flóahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavíkurbær, Suðurnesjabær, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Vogar, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Kópavogsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur, Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Borgarbyggð sunnan Hvítár. 

Vestfirðingafjórðungur: minnst 56 meðmælendur, en mest 112. 

Í Vestfirðingafjórðungi eru: Borgarbyggð vestan Hvítár, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Húnaþing vestra vestan Hrútafjarðar.

Norðlendingafjórðungur: minnst 157 meðmælendur, en mest 314. 

Í Norðlendingafjórðungi eru: Húnaþing vestra norðan Hrútafjarðar, Húnabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð, Skagafjörður, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing vestan Reykjaheiðar og Tjörneshreppur. 

Austfirðingafjórðungur: minnst 54 meðmælendur, en mest 109. 

Í Austfirðingafjórðungi eru: Norðurþing austan Reykjaheiðar, Langanesbyggð, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Múlaþing, Fjarðabyggð og Sveitarfélagið Hornafjörður. 

Auglýsingin er gefin út samkvæmt kosningalögum nr. 112/2021. 

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is