Rætt er við Ágúst Sigurðsson, forstöðumann Lands og skógar, í fyrsta tölublaði Bændablaðsins á nýju ári. Þar er farið yfir feril Ágústs sem er erfðafræðingur og hefur starfað í því fagi en líka verið rektor LbhÍ með meiru. Hann segir grunnstef og meginmarkmið starfsemi hinnar nýju stofnunar vera að ná framúrskarandi árangri í að bæta gróður- og jarðvegsauðlindir Íslands og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra.