Um fimm hundruð manns hafa nú forskráð sig í skoðunarferðir sem eru í boði í tengslum við heimsráðstefnu IUFRO, alheimssamtök skógrannsóknastofnana, sem fram fer í Stokkhólmi í Svíþjóð í júní. Enn er þó laust í tvær Íslandsferðir sem eru í boði og sex ferðir um Skandinavíu og Eystrasaltslöndin.