Sumarstörf í Vaglaskógi og á Tumastöðum
29. febrúar 2024
Vilt þú vinna úti í fallegu umhverfi? Land og skógur óskar eftir jákvæðu og samstarfsfúsu fólki í sumarstörf í Vaglaskógi og á Tumastöðum í Fljótshlíð. Umsóknarfrestur er til 15. mars.
Á Vöglum er laust sumarstarf tjaldvarðar sem hefur umsjón með tjaldsvæði en einnig sumarstarf við skógarhögg, girðingavinnu, gróðursetningu, áburðargjöf og ýmis verkefni á útivistarsvæði. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri og hafa bílpróf. Tjaldvörður þarf að vera talandi og skrifandi á íslensku og ensku. Ókeypis húsnæði er í boði á staðnum.
Nánari upplýsingar um störfin á Vöglum gefur Rúnar Ísleifsson, skógarvörður á Norðurlandi, Runar.Isleifsson@landogskogur.is, sími: 896 3112
Á Tumastöðum í Fljótshlíð er óskað eftir starfskrafti í sumar til að vinna við gróðrarstöðina á Tumastöðum í Fljótshlíð og ýmis önnur verkefni á staðnum. Kostur er að viðkomnandi hafi bílpróf. Fæði er í boði á staðnum.
Nánari upplýsingar gefur Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suður- og Vesturlandi, Trausti.Johannsson@landogskogur.is, sími: 865 8770.
Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.03.2024