Fara beint í efnið
Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Land og skógur auglýsir eftir þátttakendum í verkefninu bændur græða landið

3. febrúar 2024

Tilgangur verkefnisins er að styrkja landeigendur til landgræðslu á jörðum sínum, stöðva rof, endurheimta vistkerfi og hjálpa landeigendum að stuðla að sjálfbærri landnýtingu með leiðbeiningum og viðmiðum.

Árangursrík uppgræðsla. Ljósmynd: Helga Lucie A. Káradóttir

Þátttakendur í verkefninu fá fjárhagslegan stuðning við uppgræðslu lítt gróinna svæða og styrkingu rýrs mólendis á heimalöndum sínum, auk ráðgjafar um hvernig best verði staðið að viðkomandi landgræðsluverkefni með tilliti til sjálfbærrar landnýtingar.

Athugið að virkir þátttakendur þurfa ekki að sækja um aftur.

Opið er fyrir umsóknir allt árið en til að tryggja þátttöku fyrir viðkomandi ár þarf að sækja um fyrir 25. febrúar.

Sótt er um á rafrænu formi hér. Einnig má skanna QR-kóðann í auglýsingunni hér að neðan til að komast beint í eyðublaðið.

Nánari upplýsingar veita héraðsfulltrúar viðkomandi svæðis.

bgl@landogskogur.is
S. 488-3000 

BGL-auglýsing 2024