Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
14. júní 2024
Nú er komið sumar og allt farið að lifna í kringum okkur, líka skaðvaldarnir! Land og skógur óskar eftir upplýsingum um skaðvalda á trjám og öðrum gróðri hvaðanæva af landinu. Sömuleiðis er óskað frétta af blómgun trjátegunda og hvort útlit er fyrir góðan fræþroska í haust.
13. júní 2024
Sumarið gengur rólega í garð á Tunguheiði í upplöndum Bláskógabyggðar. Gróður er þar seinn á ferðinni eins og víða annars staðar, ekki síst til heiða og fjalla. Uppgræðsluaðgerðum sem hófust á heiðinni 1997 er að mestu lokið en borið verður á valin svæði þar í sumar. Síðan verður landið afhent eigendum á ný, sem er harla sjaldgæfur viðburður þegar uppgræðslusvæði eru annars vegar.
6. júní 2024
Á Loftslagsdegi Umhverfisstofnunar sem fram fór fyrir skömmu var farið yfir þróun losunar og bindingar á Íslandi. Í ljós kom að árið 2022 jókst heildarlosun Íslands um tæplega eitt prósent frá árinu á undan. Losun vegna landnotkunar jókst um sömu tölu en fram kom einnig að binding skóglendis hefur sautjánfaldast frá árinu 1990. Tölur um losun og bindingu í landnotkunarflokknum eru meðal annars byggðar á umfangsmikilli vinnu sérfræðinga Lands og skógar.
Út er komin bókin Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum sem Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, hefur ritað. Af því tilefni efnir bókaútgáfan Sæmundur ásamt höfundi til útgáfuhófs í Gunnarsholti í samvinnu við Land og skóg.
3. júní 2024
Þrjú málefni voru sérstaklega viðruð við Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í heimsókn hennar til Lands og skógar í liðinni viku. Þetta eru annars vegar tvö stór viðfangsefni sem fram undan eru hjá stofnuninni, gerð jarðvegskorts fyrir Ísland og kortlagning ræktunarlands, en hins vegar nýtt fræhús í Vaglaskógi sem nauðsynlegt er til að auka megi framleiðslu á úrvalsefniviði af lerki, svokölluðum 'Hrymi'.
22. maí 2024
Land og skógur auglýsir eftir áhugasömu fólki sem vill taka þátt í vöktunarverkefninu Landvöktun - lykillinn að betra landi. Þátttakendur leggja þar með lóð á vogarskálarnar við söfnun gagna sem notuð eru við mat á ástandi gróðurs og jarðvegs á öllu landinu.
21. maí 2024
Af þeim verkefnum sem sinnt er á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi er viðamest að halda utan um úttekt á íslenskum skógum. Ný rannsókn er að hefjast á vistkerfi blandaðra skóga með áherslu á líffjölbreytni.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem tekur gildi 1. september. Drög að reglugerðinni voru kynnt í samráðsgátt í janúar og hafa þau tekið breytingum með hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram komu á samráðstímanum.
16. maí 2024
Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðaskógi á 20. ára afmæli í ár. Af því tilefni hefur verið efnt til lagakeppni. Frestur til að skila lögum inn í keppnina er til 25. maí.
15. maí 2024
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar, undirrituðu í dag, 15. maí, samning um framkvæmd Landgræðsluskóga til ársins 2030.