Nýverið var haldinn fræsludagur fyrir hjúkrunardeildarstóra heilsugæslna HSU á vegum Öryggismiðstöðvarinnar þar sem farið var yfir helstu þætti fjarvöktunarkerfisins Dignio. Heilbrigðisstofnun Suðurlands var fyrsta stofnunin á Íslandi sem innleiddi Dignio kerfið í fjarheilbrigðisþjónustu í sína heimahjúkrun í samvinnu með Öryggismiðstöðinni. Margrét Björk Ólafsdóttir og Anna Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingar á heilsugæslunni Selfossi hafa haldið utan um verkefnið á HSU frá upphafi.