Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Tilkynning frá heilsugæslunni í Vestmannaeyjum

11. október 2024

Tilkynning frá heilsugæslunni í Vestmannaeyjum um þjónustuna.

Vestmannaeyjabær

Tilkynning frá Heilsugæslu HSU Vestmannaeyjum

Við þökkum bæjarbúum fyrir almennt góðar viðtökur við breyttu aðgengi að heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta þjónustuna með því að beina erindum í réttan farveg, auka framboð bókanlegra tíma, stytta biðtíma og draga úr álagi starfsfólks. Nú sem áður leggjum við hjá HSU áherslu á að tryggja góða og örugga þjónustu.

Allir sem óska eftir tíma á samdægurs- eða á hjúkrunarmóttöku heilsugæslu skulu fyrst hringja í 432-2500 á opnunartíma frá 8:30-15:00 þar sem erindinu er beint í réttan farveg.

Ávallt skal hringja fyrst á heilsugæslu á undan sér nema ef um bráð veikindi/slys er að ræða sem þola ekki bið.

Utan opnunartíma skal hringja í 1700.

Við viljum benda á að mikið álag er á fastráðna lækna við stofnunina og biðjum við skjólstæðinga að sýna því skilning. Það getur tekið 2-3 daga að fá endurnýjun á lyfjum og mikilvægt að gera það með eins góðum fyrirvara og kostur er. Einnig getur tekið einhverjar vikur að fá tíma hjá lækni ef erindið er ekki brátt.

Til að draga úr símtölum á heilsugæslu biðjum við bæjarbúa að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum ef þörf er á lyfjaendurnýjun, tilvísunum eða vottorðum. Þeir sem ekki eru öruggir með að nota heilsuveru biðjum við ykkur um að leita til ættingja/vina og fá aðstoð.

Lyfjaendurnýjun inni á www.heilsuvera.is, ýta á 3 strik efst í vinstra horni, ýta á lyfseðlar. Þá birtast þeir lyfseðlar sem eru í gáttinni og velja skal “Endurnýja” fyrir það lyf sem vantar endurnýjun á. Í sumum tilfellum að ýta á lyfjasaga til að fá lyfseðilinn upp. Við hvetjum alla til að nota þessa leið til að fá endurnýjun á lyfjum. Ef þörf er á frekari aðstoð má hafa samband í lyfjaendunýjunarsímann alla virka daga frá 10:00 – 11:00 í síma 432-2020.

Lyf ekki lengur inná heilsuveru - Ef lyf hafa dottið út af heilsuveru er hægt að senda undir skilaboð á heilsuveru á sama máta og með vottorðin nema gera fyrirspurn um lyf og endurnýja þar.

Ferðavottorð - ekki er þörf á ferðavottorðum eftir 1. júlí 2024 vegna læknisferða, en hægt er að sækja um endurgreiðslu á fjórum ferðum á ári til Sjúkratrygginga Íslands.

Veikindavottorð fyrir vinnu og skóla. Ef veikindi vara skemur en 3 daga (5 daga ef búið er að hitta hjúkrunarfræðing eða lækni) skal sækja um veikindavottorð með því að fara inn á heilsuveru. Veljið skilaboð, ný skilaboð, velja erindi, áfram eftir að búið er að haka í „samþykkja skilmála, erindi er ekki neyðartilvik“, vottorð fyllt út og sent. Vottorð eru síðan send í heilsuveru. Reikningur er sendur í heimabankann.

Ef þörf er á aðstoð má hringja í síma 432-2500 og biðja um heilbrigðisgagnafræðing á milli 8:00-15:00 alla virka daga. Ef um lengri veikindi er að ræða þá þarf að hafa samband við heilsugæslu.

Langtímavottorð, bóka þarf tíma hjá lækni.

Tilvísanir Ráðherra hefur samþykkt breytingar á reglugerðum um tilvísanir fyrir börn og greiðsluþátttöku í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu

  • Bráða- og vaktþjónusta barnalækna, þjónusta augnlækna, myndgreiningar- og rannsóknarþjónusta verður gjaldfrjáls fyrir börn og þannig er ekki þörf á tilvísunum.

  • Heimilt er að gefa út tilvísun fyrir börn með langvinna sjúkdóma eða fötlun sem gildir að 18 ára aldri (í stað 10 ára í senn).

  • Hjúkrunarfræðingum sem starfa í ung- og smábarnavernd og skólaheilsugæslu er heimilt að vísa barni til talmeinafræðings.

  • Ef þörf er á tilvísun til læknis má senda í heilsuveru. Veljið skilaboð, ný skilaboð, velja erindi, áfram eftir að búið er að haka í „samþykkja skilmála, erindi er ekki neyðartilvik“. Koma þarf fram hvaða læknis er óskað eftir tilvísun til, hvar hann starfar, skrifa nokkrar línur af hverju óskað sé eftir tilvísun.

Sjúkraþjálfun - Ekki þarf tilvísun fyrir fyrstu 6 tímum hjá sjúkraþjálfara. Við hvetjum þá sem finna fyrir stoðkerfisverkjum að nýta sér þá þjónustu.