Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Persónuvernd

Persónuvernd frá upphafi – öryggi í hverju skrefi

Persónuvernd er leiðandi og óaðskiljanlegur þáttur í allri okkar starfsemi hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Stofnunin kappkostar að stuðla að innbyggðri og sjálfgefinni persónuvernd við meðferð persónuupplýsinga. Okkur ber skylda að skrá og vinna ýmsar persónu- og heilsufarsupplýsingar, en við tryggjum að meðferð þessara upplýsinga sé í samræmi við lög og reglur.

Starfsmennirnir okkar virða mannhelgi allra sem til HSN leita eða þar starfa og leggjum við ríka áherslu á að starfsmenn okkar virði þagnarskyldu, virði friðhelgi einkalíf og að meðferð upplýsinga fari fram með öruggum hætti.

Hægt er að nálgast persónuverndarstefnu HSN í heild á hér á vefsíðunni, en þar er farið nánar yfir í hvaða tilgangi við söfnum upplýsingum, hvaða upplýsingum við söfnum, hvernig við varðveitum þær og hvort og hvernig þeim er miðlað. Þá er einnig farið yfir hvernig öryggi persónuupplýsinga er gætt í starfsemi stofnunarinnar og hver réttur einstaklinga er gagnvart eigin upplýsingum.

Í hvaða tilgangi vinnum við persónuupplýsingar um þig?

Hvaða persónuupplýsingum er safnað um þig?

Miðlun persónuupplýsinga

Öryggi persónuupplýsinga

Aðgengi að persónuupplýsingum

Við stöndum vörð um réttindin þín - Hafðu samband ef þú hefur spurningar eða ábendingar.

Persónuverndarfulltrúinn okkar er tengiliður milli einstaklinga við stofnunina um mál er varða persónuupplýsingar eða persónuvernd. Ef þú hefur fyrirspurnir eða athugasemdir skal beina erindinu til persónuverndarfulltrúa HSN.

Persónuverndarfulltrúi HSN er Kristína Björk Arnórsdóttir, hægt er að hafa beint samband við persónuverndarfulltrúa í gegnum netfangið personuvernd@hsn.is.

Persónuverndarfulltrúi er sjálfstæður í störfum sínum og hefur eftirlit með að stofnunin uppfylli allar kröfur persónuverndarlöggjafarinnar við meðferð persónuupplýsinga. Þá er hann jafnframt bundinn þagnarskyldu um það sem hann fær vitneskju um í stöfum sínum og leynt á að fara.