Fyrir starfsfólk
Innskráning í vefpóst starfsfólks HSN.
Innskráning í Vinnustund.
Styrkir til starfsmanna
Allir fastráðnir starfsmenn eða starfsmenn með tímabundna ráðningu lengri en sex mánuði geta fengið samgöngustyrk. Upphæð styrksins eru 30.000 kr á ári. Samgöngustyrkur er styrkur fyrir starfsmenn HSN sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu. Starfsmenn sem sækja um samgöngustyrk þar sem þeir skuldbinda sig til að nota slíka ferðamáta til og frá vinnu í að minnsta kosti 60% ferða. Með vist- og heilsuvænum samgöngum er átt við allan ferðamáta annan en að ferðast í vélknúnu ökutæki til einkanota, svo sem að ganga, hjóla (á líka við um rafmagnshjól) eða ferðast með almenningssamgöngum þar sem það á við.
Athugið að sé sótt um samgöngustyrk er ekki hægt að sækja líka um heilsuræktarstyrk.
Sækja um
Heilbrigðisstofnun Norðurlands vill hvetja starfsmenn sína til að huga að heilsueflingu. Góð heilsa og vellíðan er mikilvæg og getur skilað aukinni starfsánægju og fækkað veikindafjarvistum. HSN leggur áherslu á að starfsmenn rækti eigin heilsu og ástundi heilbrigt líferni. HSN styrkir hvern fastráðinn starfsmann eða starfsmann með tímabundna ráðningu lengri en sex mánuði. Hægt er að sækja um styrk árlega og nemur upphæðin að hámarki 30.000 kr. Árgjöld sem veita rétt til iðkunar líkamsræktar og íþrótta eru styrkhæf ásamt þátttöku í styttri námskeiðum. Hér er átt við greiðslu á aðgangi að líkamsræktarstöðvum, sundlaugum, skíðasvæðum, greiðslu á æfingagjöldum í íþróttasali og félagsgjöldum í klúbba sem og þátttökugjöld vegna annarrar hreyfingar. Styrkur er veittur vegna íþróttagreina sem heyra til og eru viðurkenndar af Íþróttasambandi Íslands. Starfsmaður þarf að skila inn afriti af reikningi þar sem fram kemur hvers konar heilsurækt greitt var fyrir.
Athugið að sé sótt um heilsuræktarstyrk, er ekki hægt að sækja líka um samgöngustyrk.
Sækja um
Starfsmenn geta annaðhvort sótt um samgöngu- og eða heilsuræktarstyrk á hverju almanaksári.