Bólusetningar fullorðinna
Heilbrigðisstofnun Norðurlands býður upp á ferðamannaheilsuvernd á heilsugæslu. Ferðamannaheilsuvernd byggist á ráðgjöf, hugsanlegum bólusetningum og getur verið breytileg.
Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar getur ráðlagt fólki hvort og þá hvaða bólusetningu það þarf þegar það fer til útlanda. Hægt er að hafa samband við netspjall Heilsuveru eða við Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 513 1700 til að fá ráðgjöf.
Ferðamannavernd er ekki bráðaþjónusta, ferðafólk ber ábyrgð á að mæta í þær bólusetningar sem hann ákveður að þiggja. Mikilvægt er að einstaklingar panti sér tímanlega viðtal við hjúkrunarfræðing vegna þess að bólusetningarferlið getur tekið um 4-6 vikur.
Nánari upplýsingar varðandi bólusetningar og ráðleggingar fyrir ferðamenn á vef embætti landlæknis á Ísland.is
Ráðleggingar um bólusetningar fullorðinna taka mið af áhættu einstaklinga fyrir tilteknum sjúkdómum. Sumar ráðleggingar eiga við allan almenning, aðrar við aldraða eða fólk með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða ástand og enn aðrar miða við hegðun og umhverfi tiltekinna hópa, s.s. ferðahegðun, starfsumhverfi eða félagslegt umhverfi.
Barnabólusetningar gegn stífkrampa, barnaveiki, kíghósta og mænusótt þarf að endurtaka á 10 ára fresti.
Nánari upplýsingar um bólusetningar fullorðinna er að finna á vef embættis landlæknis á Ísland.is.
