Mælaborð Fjársýslunnar leiðbeiningar fyrir notendur utan Stjórnarráðsins
Hvernig kemst ég inn á mælaborðin?
Til þess að komast inn á mælaborðin þarf að vera búið að opna á aðgang þinn í PowerBI fjárhagsappi Fjársýslunnar.
Eftir að búð er að opna á aðgang þinn að PowerBI fjárhagsappi Fjársýslunnar þarft þú að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum til að komast inn á mælaborðin.
Fyrst þarftu að samþykkja gestaboð inn á Microsoft umhverfi stjórnarráðsins (skýjageira), Government.is, sem hefur borist til þín í tölvupósti (Mynd 1). Ef þú hefur ekki fengið boð kann að vera að þú sért þegar með gestaaðgang. Þá getur þú farið beint í skref 4. Ef öppin birtast ekki eins og lýst er í skrefum 4-6, þá getur þú ýtt á slóðirnar fyrir Öppin eða afritað þær yfir í vafra til þess að kalla upp gestainnskráningarferlið.
Valmyndirnar sem birtast verða svipaðar þeim sem birtast í þessum leiðbeiningum, og það þarf að samþykkja skilmálana til þess að fá gestaaðgang. (Myndir 2 og 3).
Næst gætir þú þurft að setja upp tvíhliða auðkenningu með Microsoft Authenticator (Myndir 4-7).
Þegar þú ert komin(n) með aðgang inn á government.is skýjageirann ferð þú inn á https://app.powerbi.com/ (Mynd 8).
Á upphafssíðunni ýtir þú á From external orgs valmöguleikann. Þar sérð þú þau öpp frá Fjársýslunni sem þú hefur aðgang að (Fjársýslan: Mannauður, Fjársýslan: Fjárhagur).
Til þess að opna appið ýtir þú einfaldlega á takkann með nafni appsins (Mynd 8).
Í appinu finnur þú þau mælaborð sem ábyrgðasvið í Orra veita þér réttindi að.
Einnig er hægt að nota appið og mælaborðin í gegn um Microsoft Teams með sambærilegum hætti (Mynd 9).
Vandræðum með innskráningu?
Athugið: Notendur sem eru með Microsoft-aðgang sem varpast á fleiri en eitt netfang (alias) eða hafa nýlega skipt um netfang geta lent í vandræðum með að opna öppin.
Dæmi um alias:
fornafn.eftirnafn@stofnun.is og fe@stofnun.is
fornafn.eftirnafn@stofnun.is og fornafn.eftirnafn@fyrristofnun.is
Ef þú grunar að þetta eigi við um þig:
Ef fleiri en eitt netfang er skráð á notandann og það veldur vanda við auðkenningu gæti kerfisstjóri þurft að uppfæra stillingar í Microsoft-umhverfi stofnunarinnar.
Ef um rangt netfang er að ræða, sendu upplýsingar frá kerfisstjóra um rétt netfang með því að smella hér.
Vantar þig aðstoð?
Smelltu hér til að fá aðstoð sérfræðinga Fjársýslunnar
Mynd 1 - Gestaboð inn á annan skýjageira

Mynd 2 - Skilmálar í gestaaðgangsferli

Mynd 3 - Skilaboð þess efnis að tvíhliða auðkenningu sé krafist

Mynd 4 - Uppsetning á Microsoft Authenticator

Mynd 5 - Uppsetning á Microsoft Authenticator

Mynd 6 - Uppsetning á Microsoft Authenticator

Mynd 7 - Uppsetning á Microsoft Authenticator

Mynd 8 - Yfirlit yfir öpp frá öðrum skýjageirum (netsvæðum)

Mynd 9 - PowerBI í Microsoft Teams

