Útboð á skeytamiðlun yfir PEPPOL viðskiptanetið
21. janúar 2026
Fjársýslan undirbýr útboð á skeytamiðlun yfir PEPPOL viðskiptanetið fyrir viðskiptakerfi ríkisins.

Stefnt er að auglýsingu útboðsins í febrúar og að samið verði við einn aðila um alla skeytamiðlun stofnunarinnar.
Útlit er fyrir umfangsbreytingu í skeytamiðlun Fjársýslunnar á árinu með innheimtu kílómetragjalda og fyrirhugaðri breytingu á umsýslu viðskiptakorta ríkisins.
Við undirbúning útboðsins verður lögð áhersla á að gæta að grunngildum laga um opinber innkaup, þar á meðal jafnræði, gagnsæi og samkeppni.
