Fara beint í efnið
Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Undirbúningur útboðs á vakta- og viðverukerfum fyrir A-hluta stofnanir ríkissjóðs

11. mars 2024

Fjársýslan og Ríkiskaup undirbúa nú útboð á vakta- og viðverukerfum fyrir A-hluta stofnanir ríkissjóðs. Markmiðið með útboðinu er að ná fram auknu hagræði í vinnuskipulagi og stjórnun tíma starfsfólks með innleiðingu nútímalegra lausna sem henta starfsemi hverrar stofnunar.

Timi-2@2x-100

Viðhorf og þarfir starfsfólks vegna vakta- og viðverukerfa hefur breyst mikið á undanförnum árum og því er mikilvægt að álit sem flestra komi fram í þarfagreiningunni. Ótal tækifæri til umbóta hafa skapast með tilkomu gervigreindar og annarra tækninýjunga sem vert er að skoða og innleiða með nýjum kerfum.

Starfsfólki A-hluta stofnana mun á næstu vikum bjóðast að taka þátt í viðhorfskönnun þar sem því gefst færi á að segja sína skoðun. Það er ósk okkar viðhorfskönnunin fái góðar undirtektir, bæði á meðal almenns starfsfólks sem og stjórnenda.

Þá viljum við benda á að samkvæmt 57.gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, er atvinnurekendum skylt að koma upp hlutlægu, áreiðanlegu og aðgengilegu kerfi vegna skráningar á vinnutíma starfsfólks.

Nánari upplýsingar veita Helga Jóhannesdóttir, forstöðumaður mannauðs- og launasviðs, og Sigurjón Þráinsson, forstöðumaður þróunar- og þjónustusviðs Fjársýslunnar í síma 545-7500.

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

postur@fjarsyslan.is