Þjónustugátt og afgreiðslutími Fjársýslunnar
10. janúar 2023
Vekjum athygli á að þjónustubeiðnir og önnur erindi skulu berast í Þjónustugátt Fjársýslunnar. Eins er bent á breyttan afgreiðslutíma Fjársýslunnar frá 1. janúar 2023.
Tekið er við þjónustubeiðnum á hvaða tíma sólarhringsins sem er og þeim verður svarað eins fljótt og auðið er. Þjónustugáttin er samskiptaform sem er ætlað til að taka á móti erindum og gögnum frá viðskiptavinum. Tryggt er að öll erindi fari í réttan farveg og fái viðeigandi úrlausn á öruggan og skilvirkan hátt gegnum Þjónustugátt Fjársýslunnar.
Afgreiðslutími Fjársýslunnar, Vegmúla 3, er eftirfarandi:
Mánudaga – Fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00
Föstudaga kl. 9:00 – 13:00