Fara beint í efnið
Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Starfatorg flutt á Ísland.is

7. september 2023

Vefurinn starfatorg.is flyst í dag af vef Stjórnarráðsins yfir á Ísland.is. Á vefnum eru auglýst laus störf hjá stofnunum ríkisins og ráðuneytum.

Starfatorg

Starfatorg.is hefur verið starfrækt í rúm 20 ár, eða frá árinu 2002, og hefur vefurinn alltaf verið mikið sóttur og birtar auglýsingar verið um 2.000 á ári, flestar á sviði heilbrigðis- og menntamála.

Að undanförnu hefur verið unnið að flutningi starfatorgsins á Ísland.is með það að markmiði að stíga enn frekari skref í að bæta upplýsingagjöf og stafræna þjónustu hins opinbera gagnvart almenningi. Vefurinn Ísland.is hefur að undanförnu þróast hratt sem opinber þjónustuvefur með ríka áherslu á góða framsetningu og aðgengi að vefefni.

Fjársýslan hefur umsjón með starfatorgi. Stofnanir eða ráðuneyti geta sett auglýsingar á starfatorg í gegnum ráðningarkerfi Orra. Mannauðs- og launasvið Fjársýslunnar veitir aðstoð við birtingu starfsauglýsinga  á starfatorgi og er hægt að hafa samband  í gegnum þjónustugátt Fjársýslunnar.

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

postur@fjarsyslan.is