Skráning á námskeið
10. september 2024
Opnað hefur verið fyrir skráningar á fjölbreytt námskeið í gerð rekstraráætlana og innkaupum fyrir ríkisaðila á vef Starfsmenntar
Opnað hefur verið fyrir skráningar á eftirtalin námskeið, annars vegar í gerð rekstraráætlana í áætlanakerfi ríkisaðila, AKRA og hins vegar námskeið Innkaupaskólans, í samvinnu við Starfsmennt:
AKRA - Grunnnámskeið | 23. september | 25. september |
AKRA - Viðfangalíkanið | 24. september | 26. september |
AKRA - Gerð rekstraráætlunar án launahluta | 30. september | 2. október |
Innkaupaskólinn - Grunnnámskeið í opinberum innkaupum | 2. október | - |
AKRA - Gerð rekstraráætlunar með launahluta | 30. september | 2. október |
AKRA - Gerð rekstraráætlunar með launahluta, vaktavinnustofnun | 7. október | 9. október |
AKRA - Gerð rekstraráætlunar fyrir fagstjórnendur | 9. október | 14. október |
AKRA - Yfirferð rekstraráætlana hjá ráðuneytum | 14. október | 16. október |
Innkaupaskólinn - Sjálfbær innkaup | 13. nóvember | - |
Innkaupaskólinn - Rammasamningar við opinber innkaup | 4. desember | - |
Stefnt er að því að opna fyrir ársáætlunarlíkanið í AKRA um svipað leyti og fyrstu námskeið fara fram.
Nánari upplýsingar og skráningu á námskeið er að finna á vef Starfsmenntar.
Því miður er það svo að endurtaka þarf skráningarferlið ef velja á fleiri en eitt námskeið.
Námskeiðin eru aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.
Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna getur látið senda reikning á Starfsþróunarsetrið og í slíkum tilfellum skal gefa upp kennitölu þess, 500611-0730, sem greiðanda. Athugið að ekki er nóg að skrá BHM sem stéttarfélag heldur verður að skrá nafn aðildarfélagsins.
Ef einstaklingur sem skráir sig á námskeið er hvorki aðildarfélagi Starfsmenntar né Starfsþróunarseturs getur viðkomandi óskað eftir því að reikningur verði sendur til stofnunar sem unnið er hjá og verður þá að gefa upp kennitölu viðkomandi stofnunar.