Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Skil á framlögum yfir 2% af fjárheimild

26. júní 2025

Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um sjóðstýringu ríkisaðila og verkefna í A-hluta ríkissjóðs nr. 822/2021 er ríkisaðilum í A-hluta heimilt að halda reikninga í bönkum og sparisjóðum til að sinna daglegum greiðslum að uppfylltum skilyrðum.

Ríkisaðila ber að endurgreiða ríkissjóði í lok hvers mánaðar, stöðu á bankareikningum sem er umfram 2% af heildarfjárveitingu ársins en fjárheimildir eru þær upphæðir sem Alþingi samþykkir í fjárlögum eða fjáraukalögum ár hvert.

Vörslureikningum skal þó haldið aðskildum frá öðrum bankareikningum. Ríkisaðili skal tilkynna Fjársýslu ríkisins um alla bankareikninga og greiðslukort sem stofnun heldur og veita Fjársýslu ríkisins rafrænan aðgang til að skoða stöðu reikninga og hreyfingar. 

Með þessari reglugerð er verið að skýra ábyrgð sem lítur að fjárvörslu og -stýringu, umsýslu bankareikninga og reikningsviðskiptum ríkisaðila. Tilgangur reglugerðarinnar er að treysta faglega stýringu veltufjármuna og lágmarka vaxta- og umsýslukostnað ríkisaðila í samræmi við lög um opinber fjármál. 

Fjársýsla ríkisins sendir út tölvupóst á viðkomandi ríkisaðila í hverjum mánuði eftir að staða  bókhalds hefur verið afstemmd og lokuð fyrir viðkomandi mánuð. Í maí sl. voru sendir út 19 tölvupóstar á ríkisaðila og nam heildarupphæð 4,3 ma.kr. þar sem staða fjárheimildar var yfir 2% af heildarfjárveitingu ársins. 

Fjársýslan

Afgreiðslu­tími

Mánudaga-fimmtudaga 9-15
föstudaga 9-13

Heim­il­is­fang

Katrínartún 6
105 Reykjavík

Kt. 540269-7509

Hafðu samband

Netfang: fjarsyslan@fjarsyslan.is

Sími: 545 7500