Fara beint í efnið
Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Ríkisreikningur fyrir árið 2023 er kominn út

15. júlí 2024

Ríkisreikningur fyrir árið 2023 er kominn út. Inniheldur í fyrsta skipti samstæðureikning fyrir ríkið í heild.

Forsíða ríkisreiknings 2023

Ríkisreikningur í þetta sinn skiptist í fyrri hluta sem er samstæðureikningur fyrir ríkið í heild og síðan seinni hluta sem inniheldur ársreikning fyrir A1-hluta ríkissjóðs ásamt séryfirlitum. Samstæðureikningurinn er birtur hér í fyrsta skiptið fyrir ríkið í heild sem er hluti af innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila. Afkoma ársins fyrir ríkið í heild er neikvæð um 80 ma.kr. samanborið við neikvæða afkomu á fyrra ári um 175 ma.kr.

Í séryfirliti 1 í seinni hluta reikningsins er birt heildarafkoma A1-hluta ríkisins á árinu 2023 sem búið er að aðlaga að framsetningu í fjárlögum. Þar kemur fram að heildarafkoman var neikvæð um 20 ma.kr. sem er tæplega 100 ma.kr. betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins og um 36 ma.kr. betri en útlit var fyrir samkvæmt áætlunum síðla árs 2023. Þá er frumjöfnuður jákvæður um tæpa 79 milljarða króna en var áætlaður neikvæður um 50 milljarða króna samkvæmt samþykktum fjárlögum. Frumjöfnuður er afkoma ríkissjóðs fyrir fjármagnsliði.

Ríkisreikningurinn er aðeins gefinn út á rafrænu formi í þetta sinn sem er í samræmi við áherslur Fjársýslunnar.

Ríkisreikningur 2023

Fréttatilkynning

Government accounts, press release

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

postur@fjarsyslan.is