Fara beint í efnið
Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Ríkisreikningur fyrir árið 2022 er kominn út

4. september 2023

Ríkisreikningur fyrir árið 2022 er kominn út. Breytingar vegna áframhaldandi innleiðingar á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum gera samanburð á ríkisreikningum milli ára erfiðan.

Forsíða ríkisreiknings 2022

Að þessu sinni er reikningurinn birtur sem samstæða A- og B-hluta ríkisins, sem er í samræmi við innleiðingaráætlun á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Afkoma ársins fyrir A- og B-hluta er neikvæð um 175 ma.kr. Afkoma A1-hluta er sýnd í séryfirliti 1 og er hún samanburðarhæf við fyrri ár.

Heildarafkoma A1-hluta ríkisins á árinu 2022 kemur fram í séryfirliti 2, og reyndist hún tæplega 100 ma.kr. betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins og um 50 ma.kr. betri en útlit var fyrir samkvæmt áætlunum síðla árs 2022. Þannig var heildarafkoman neikvæð um tæpa 89 ma.kr., í stað þeirra 186 ma.kr. sem áætlaðir voru í fjárlögum. Þá er frumjöfnuður jákvæður um 6,7 milljarða króna en var áætlaður neikvæður um 131 milljarð króna samkvæmt samþykktum fjárlögum. Frumjöfnuður er afkoma ríkissjóðs fyrir fjármagnsliði.

Ríkisreikningurinn er aðeins gefinn út á rafrænu formi í þetta sinn sem er í samræmi við áherslur Fjársýslunnar.

Ríkisreikningur 2022

Fréttatilkynning

Government accounts, press release

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

postur@fjarsyslan.is