Opnað fyrir skil á skuldbindandi samningum – nýtt samningakerfi í notkun
16. desember 2025
Fjársýslan hefur opnað fyrir skráningu og skil á skuldbindandi samningum í nýju samningakerfi. Ríkisaðilar hafa til 31. janúar 2026 til að skila inn upplýsingum.

Nýja kerfið gerir kleift að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, staðfesta og uppfæra núverandi samninga, skrá nýja samninga og hafa yfirlit yfir alla skráða samninga.
