Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Nýr áskoranavefur hins opinbera kominn í loftið

4. september 2025

Fjársýslan hefur sett í loftið nýjan áskoranavef þar sem opinberir aðilar birta lýsingu á þörf fyrir nýskapandi lausnir við áskorunum í opinberri þjónustu.

Vefurinn er hugsaður sem upphafsreitur fyrir lausnamiðað samstarf þar sem raunverulegar áskoranir í opinberri þjónustu og rekstri verða gerðar sýnilegar á miðlægum vettvangi.

Með áskoranavefnum skapast ný leið til að efla tengsl opinberra kaupenda og nýskapandi fyrirtækja, dýpka skilning markaðarins á þörfum hins opinbera og stuðla að markvissum opinberum innkaupum á nýsköpun. Markmiðið er að greiða leið fyrir þróun nýrra lausna sem bæta þjónustu, styrkja samkeppni og stuðla að umbótum í opinberri starfsemi.


Smelltu hér til að skoða áskoranavef hins opinbera

Fjársýslan

Afgreiðslu­tími

Mánudaga-fimmtudaga 9-15
föstudaga 9-13

Heim­il­is­fang

Katrínartún 6
105 Reykjavík

Kt. 540269-7509

Hafðu samband

Netfang: fjarsyslan@fjarsyslan.is

Sími: 545 7500