Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fjársýslan Forsíða
Fjársýslan Forsíða

Fjársýslan

Ný greiðslugátt

13. júní 2025

Um þessar mundir er Fjársýslan, í samstarfi við Stafrænt Ísland og hugbúnaðarfyrirtækin Aranja og Advania, að ljúka þróun og innleiðingu nýrrar greiðslugáttar fyrir Ísland.is.

Í fyrstu verður nýja greiðslugáttin tengd umsóknakerfi Ísland.is, umsóknakerfi Hugverkastofu og rauða hliði Skattsins. Greiðslugáttin sækir heimildabeiðnir vegna greiðslukorta til færsluhirðis og tengist tekjubókhaldskerfi ríkisins (TBR-kerfinu) í rauntíma til að útbúa reikninga og bóka greiðslur þeirra.

Í framhaldinu er stefnt að því að greiðslugáttin bjóði upp á fleiri greiðslumáta, svo sem kröfur og millifærslur af bankareikningi viðskiptavina beint inn á reikning ríkisins með svokallaðri A2A-lausn. Einnig er ætlunin að innleiða greiðslugáttina undir „Fjármál“ á Ísland.is, þar sem notendur geta greitt ýmsa reikninga með einföldum og öruggum hætti.

Fjársýslan

Afgreiðslu­tími

Mánudaga-fimmtudaga 9-15
föstudaga 9-13

Heim­il­is­fang

Katrínartún 6
105 Reykjavík

Kt. 540269-7509

Hafðu samband

Netfang: fjarsyslan@fjarsyslan.is

Sími: 545 7500